6 September 2016 10:58

Stúlkan sem lést síðastliðinn sunnudag í umferðarslysi á Ólafsfjarðarvegi hét Svala Dís Guðmundsdóttir. Svala Dís var fædd árið  2008 og  til heimilis á Siglufirði.

Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa samband í síma 444-2800.