1 Febrúar 2005 12:00

Ríkislögreglustjóri hefur tekið upp samstarf við tollstjórann í Reykjavík og sýslumanninn á Keflavíkurflugvelli um þjálfun fíkniefnahunda lögreglunnar.  Þessa dagana stendur yfir námskeið fyrir lögreglumenn og tollverði sem stjórna leitarhundum og var Rolf von Krogh, sérfræðingur norskra tollayfirvalda, fenginn til að annast þjálfunina.  Um 20 leitarhundar á vegum lögreglunnar og tollgæslunnar hafa verið þjálfaðir til að leita að fíkniefnum en að þessu sinni eru sjö leitarhundar og stjórnendur þeirra á námskeiðinu. 

Tollgæslan hefur áður notið þjálfunar norska sérfræðingsins en það er fyrst nú að lögreglan slæst í þann hóp með hunda á vegum lögreglunnar.  Rolf von Krogh þykir hafa náð miklum árangri í þjálfun og við val á hundum til að leita uppi fíkniefni.  Hundaþjálfunarskóli á vegum Metropolitan Police í London hefur tekið upp aðferðir hans sem munu orðið viðurkenndar hvarvetna í Englandi, Wales og á Norður-Írlandi.  Ester Pálmadóttir, tollvörður á Keflavíkurflugvelli, leiðir námskeiðið í samvinnu við Rolf, en hún hefur öðlast þjálfunarréttindi. 

Lögreglan hefur á að skipa 13 leitarhundum í Reykjavík og víða um land.  Ríkislögreglustjóri gaf í fyrra út reglur um þjálfun fíkniefnaleitarhunda þar sem meðal annars er fjallað samstarf lögregluliða og tollgæslunnar, skipulag og markmið.