14 Apríl 2003 12:00
Þann 1. til 10. apríl sótti starfsmaður fikniefnastofu ríkislögreglustjórans, Theodór Kristjánsson lögreglufulltrúi, námskeið við skóla DEA (Drug Enforcement Administration) fyrir millistjórnendur í fíkniefnalöggæslu. Námskeiðið nefnist DUCA (Drug Unit Commanders Academy) og tekur mið af starfsumhverfi fíkniefnalöggæslu í Bandaríkjunum. Námskeiðið er í formi fyrirlestra, s.s. um lagaumhverfið, skipulögð og skilvirk vinnubrögð stjórnenda, tengsl fjármuna- og fíkniefnabrota, greining á hættum sem fylgja störfum fíkniefnalögreglumanna og þá um leið að takmarka óhöpp og slys, geymslustaði fíkniefna, ofneyslu efna og fíkn, samstarf lögreglu og hers vegna tækjabúnaðar og fl. Þá var einum degi eitt í Mount Vernon sem var heimili George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna.
Í Quantico er herstöð en þar búa á hverjum tíma um 12.000 hermenn auk fjölskyldna og óbreyttra starfsmanna. FBI er með þó nokkurt svæði innan herstöðvarinnar og 1999 fékk DEA sitt eigið húsnæði innan þess svæðis, en hafði frá 1985 deilt húsnæði með FBI. Í húsnæði DEA er að finna kennslustofur, fundarsali, herbergi nemenda, matsali, skrifstofur stjórnenda og margt fleira. Útbúnaður og aðstaða öll er til fyrirmyndar.
Skóli DEA í Quantico
Allar kennslustofur skólans eru mjög vel tækjum búnar og vel fer um nemendur
Á efri myndinni má sjá Theodór við inngang að skóla FBI og á neðri myndinni sést hluti skólabygginga FBI