30 Apríl 2010 12:00

Dagana 27. og 29. maí s.l. voru haldin námskeið í Lögregluskóla ríkisins, sérstaklega ætluð þeim lögreglumönnum sem sinna umferðareftirliti. Var lögð áhersla á að kynna og ræða nýlegar reglur um merkingar vinnusvæða og öryggisatriði þeim tengd en einnig reglur um flutning á hættulegum farmi á vegum, sem eru ekki síður mikilvægar öryggisreglur.

Námskeiðunum lauk með verklegum æfingum þar sem akstur stórra ökutækja var stöðvaður og athugað með farm, hleðslu og svo, þar sem það átti við, hvort ökumenn hefðu tilskilin réttindi til að flytja hættulegan farm. Mjólkurbílstjóri, sem flutti tóma hollustu og ekkert hættulegt, gaf sér tíma til að svara nemendum á námskeiðinu um þau atriði sem óskað var upplýsinga um.

Alls var stöðvaður akstur um 40 ökutækja í þessum athugunum og reyndust langflest í góðu lagi en nokkuð var um að árstíðarbundinn flutningur á áburði væri ekki í samræmi við reglur um frágang.

Mjólkurbílstjórinn brást vel við afskiptum lögreglunnar
 
 

 Nokkuð var um að bæta þyrfti frágang á farmi sem ekki var nægilega festur

Mjólkurbílstjórinn brást vel við afskiptum lögreglunnar

Nokkuð var um að bæta þyrfti frágang á farmi sem ekki var nægilega festur

Nokkuð var um að bæta þyrfti frágang á farmi sem ekki var nægilega festur