17 Desember 2008 12:00

Laugardaginn 6. desember 2008 lauk í Lögregluskóla ríkisins 50 stunda námskeiði fyrir viðbragðsaðila frá lögreglu, slökkviliðum, björgunarsveitum, Landhelgisgæslunni og almannavarnanefndum. Námskeið sem þetta er reglulega á dagskrá í framhaldsdeild skólans og að þessu sinni sóttu það um 30 manns.

Námskeiðið, Stjórnun neyðaraðgerða – vettvangsstjórar, er samstarfsverkefni þar sem leiddir eru saman aðilar frá framangreindum stofnunum og samtökum, auk þess sem starfsmenn Flugstoða tóku þátt í námskeiðinu. Yfirmenn frá Landhelgisgæslu Íslands tóku nú þátt í námskeiðinu í fyrsta sinn og var það skipuleggjendum sérstakt ánægjuefni að styrkja tengslin við þá mikilvægu viðbragðsaðila.

Námskeiðinu lauk með viðamikilli æfingu þar sem leyst var úr alvarlegum aðstæðum og björgun skipulögð samkvæmt því sem kennt var á námskeiðinu.