14 Október 2009 12:00

Þessa vikuna stendur hér á landi yfir námskeið á vegum samtaka evrópskra lögreglumennastofnana (CEPOL) en Lögregluskóli ríkisins skipuleggur námskeiðið í samstarfi við finnska lögregluskólann og Europol.  Námskeiðið sækja 32 sérfræðingar frá 22 Evrópulöndum.

Yfirskrift námskeiðsins er OCTA and ECIM-Strategic Planning in the Fight against Organised Crime og á því hafa þátttakendur fengið fræðslu um og rætt notkun upplýsinga til að takast á við ógnir sem steðja að ríkjum Evrópu vegna skipulagðrar glæpastarfsemi.

Hér að neðan má sjá þátttakendur og leiðbeinendur á námskeiðinu.