21 Febrúar 2006 12:00

Námsvísir framhaldsdeildar Lögregluskóla ríkisins fyrir árið 2006 hefur verið birtur á heimasíðu skólans en um nokkurt skeið hefur staðið yfir endurskoðun á námskeiðaframboði í framhaldsdeildinni, m.a. vegna þess að á síðasta ári varð að fella niður nokkur námskeið sökum þátttökuleysis.

Meðal sérnámskeiða sem verða í boði á þessu ári má sem dæmi nefna námskeið varðandi framgang kvenna innan starfsstiga í lögreglu; námskeið um rannsóknir kynferðisbrota; námskeið um rannsókn alvarlegra fjármunabrota og námskeið um yfirheyrslur á hljóð- og myndbönd.

Námsvísinn má nálgast með því að smella hér.