12 Nóvember 2004 12:00
Námsvísir framhaldsdeildar Lögregluskólans fyrir árið 2005 er kominn út og er nú birtur í fyrsta skipti á heimasíðu Lögregluskólans.
Í námsvísinum er að finna yfirlit og stutta lýsingu á þeim námskeiðum sem skipulögð eru hjá Lögregluskólanum á næsta ári fyrir starfandi lögreglumenn og aðra innan lögreglunnar.
Sömuleiðis er nú að finna á heimasíðu Lögregluskólans vefslóðir sem veita upplýsingar um námskeið sem starfsfólki lögreglunnar stendur til boða erlendis, annars vegar hjá European Police College Network (CEPOL) og hins vegar hjá The Association of European Police Colleges (AEPC).