7 Mars 2011 12:00

Skömmu fyrir kl. 8:00 sunnudaginn 6. mars síðast liðinn kom stúlka á lögreglustöðina á Selfossi og kærði nauðgun, sem hefði átt sér stað á hóteli í bænum skömmu áður. Þrír menn voru handteknir og fengu réttarstöðu grunaðra manna. Þeim var svo sleppt á sunnudagskvöldinu eftir yfirheyrslur og sýnatökur. Einn til viðbótar var yfirheyrður með réttarstöðu vitnis. Sýni verða nú send til rannsóknar. Ítarleg tæknirannsókn fór fram í húsnæði því sem er meintur brotavettvangur.

Málið er til frekari rannsóknar hjá lögreglunni Selfossi, sem nýtur aðstoðar Tæknideildar LRH við hana. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.