5 Ágúst 2007 12:00

Í gær voru 13 teknir fyrir of hraðan akstur á Norðfjarðarvegi flestir á Fagradal.  Sá sem hraðast ók fór á um 127 km. hraða. Samtals hafa því 30 einstaklingar verið kærðir fyrir of hraðan akstur sem af er helginni í tengslum við eftirlit lögreglu á Norðfjarðarvegi.

Talsverður erill var í nótt vegna mikillar ölvunar samkomugesta.  Talsvert var haldlagt af áfengi hjá unglingum á tjaldsvæði og í miðbænum.  Tveir dansleikir voru haldnir, einn fyrir 16 ára og hinn fyrir 18 ára.  Frekar fáir voru á 16 ára dansleiknum.

Slagsmál brutust út á tjaldsvæði, og víðs vegar um bæinn þegar líða tók á nóttina, þrír einstaklingar gistu fangageymslur af þessum sökum.  Ein kæra vegna líkamsárásar liggur fyrir.

Snemma í morgun eða um kl. 06:00 var ökumaður stöðvaður grunaður um ölvun við akstur.

Ekkert fíkniefenamál hefur komið upp, en mjög öflugt eftirlit er með málaflokknum tveir lögreglumenn og fíkniefnahundur.

Ekkert liggur fyrir hversu margir samkomugestir eru á svæðinu, en tilfinning lögreglu er að þeir séu með færra móti.