1 Október 2002 12:00

46 nemendur Lögregluskóla ríkisins, ásamt tveimur kennurum skólans, aðstoðuðu Lögregluna í Reykjavík við löggæslu þegar Alþingi var sett þann 1. október 2002.

Aðstoðin fólst í því að nemendurnir stóðu heiðursvörð framan við þinghúsið auk þess sem þeir sinntu annarri löggæslu.

Þetta er annað árið í röð sem nemendur skólans taka með þessum hætti þátt í setningu Alþingis.