12 Desember 2003 12:00

EFTA-dómstóllinn í Luxemborg kvað í dag upp dóm um ráðgefandi álit vegna 5 spurninga sem Héraðsdómur Reykjaness beindi til hans. Málið varðar skýringu á ákvæðum EES – samningsins og fríverslunarsamningi Íslands við Evrópubandalagið frá 1972 um uppruna sjávarafurða. Spurningarnar risu í tengslum við meðferð á máli Ríkislögreglustjórans á hendur þremur fyrirsvarsmönnum fiskvinnslufyrirtækis og útflutningsfyrirtækis fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Mál þetta er fyrsta refsimálið sem send hefur verið beiðni um ráðgefandi álit vegna til EFTA dómstólsins. Ríkislögreglustjórinn hefur með máli þessu þurft að bregðast við ört stækkandi og flóknari málum þar sem skýring á íslenskum refsiákvæðum dregur dám af skýringum Evrópuréttar og alþjóðlegum samningum eins og EES samningnum. Af þessum sökum er það einnig ánægjulegt að niðurstaða dómsins um skýringar þeirra reglna sem í hlut eiga skuli vera í samræmi við túlkun embættisins á þeim.

f.h. RLS

HMG