3 Júní 2015 15:14

Að gefnu tilefni vill embætti ríkislögreglustjóra vekja athygli á því að svonefnd „Nígeríubréf“ berast almenningi ekki eingöngu í tölvupósti.

Þekkt er einnig að slíkar tilraunir til fjársvika fari fram með þeim hætti að fólki berist bréf í venjulegum pósti, gjarnan frá fyrirtækjum eða bankastofnunum.

Yfirleitt fer ekki á milli mála að um tilraun til fjársvika er að ræða þegar texti slíkra bréfa er lesinn.

Almenningur er nú sem áður hvattur til að vera á varðbergi gagnvart slíkum tilraunum sem oftar en ekki eru í formi gylliboða sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.