15 Júní 2012 12:00

Níu bílar urðu fyrir barðinu á skemmdarvörgum, þar sem þeir stóðu á bílastæði við Stapabraut í gær. Gengið hafði verið með stóra steina og skrúfbolta á bílana, þeir rispaðir, dældaðir og rúður og hliðarspeglar brotin.  Þrír bílanna höfðu verið makaðir út í mannasaur. Bílarnir sem skemmdarverkin voru unnin á eru ýmist nýir eða nýlegir. Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um málið um tíuleytið í gærkvöld. Þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á umræddu svæði í gær eða kunna að búa yfir upplýsingum um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 4201800.