31 Desember 2012 12:00
Almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar og Súðarvíkurhrepps.
31.12.2012 kl. 10:45
Veður mun eiga að ganga niður eftir hádegið og verður hægt batnandi fram á morgundag, skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.
Rýmingu var aflétt í morgun á Ísafjarðarflugvelli.
Endurmetið verður eftir fund nefndarinnar með fulltrúum Veðurstofu Íslands kl. 14:00, hvort öðrum rýmingum verði aflétt.
Frekari rýmingar ekki fyrirhugaðar.
Hafin var opnun vegarins um Súðavíkurhlíð í gærdag, að minnsta kosti tvö stór snjóflóð höfðu fallið úr sitt hvoru gilinu. Hætt var við mokstur vegna veðurs og snjóflóðahættu. Í nótt féll nýtt snjóflóð á sama stað. Fyrirhugaður er mokstur Ísafjarðardjúps á Nýársdag ef aðstæður leyfa.
Vegirnir til Þingeyrar og um Eyrarhlíð eru færir. Mokstur er langt kominn til Suðureyrar. Vegurinn um Hvilftarströnd til Flateyrar er lokaður sem og leiðin um Súðavíkurhlið. Ákvörðun um frekari mokstur verður tekin á ofangreindum fundi síðar í dag og verður önnur fréttatilkynning send út að honum loknum. Nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is eða í síma 1777.
Starfsmenn Orkubús Vestfjarða vinna að viðgerðum á raforkulínum og rafmagn er skammtað með varaafli. Nánari upplýsingar gefur OV, www.ov.is eða í síma 450-3211.