19 Janúar 2021 21:14

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðurlandi. Nokkur snjóflóð hafa fallið í dag utan þéttbýlis og eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðamúli lokaðir.

Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til þess að fylgjast vel með færð á vegum á www.vegag.is og veðurspá á www.vedur.is. Búast má við áframhaldandi snjókomu á Norðurlandi næstu daga.