8 Maí 2009 12:00

Boðið var upp á mörg áhugaverð erindi þegar norrænir blóðferlasérfræðingar komu saman til fundar í Reykjavík í vikunni. Blóðferlasérfræðingar gegna mikilvægu hlutverki við rannsókn sakamála en vinna þeirra getur skipt sköpum. Sérstakur gestur ráðstefnunnar var Gillian Leak en hún starfar hjá Forensic Science Service í Bretlandi. Gillian Leak þykir sú fremsta á sínu sviði. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem stóð fyrir ráðstefnunni í samstarfi við Lögregluskóla ríkisins.

Blóðferlasérfræðingarnir ásamt starfsmönnum tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.