5 Mars 2009 12:00
Fjórir norrænir lögreglunemar frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi eru nú í heimsókn og starfskynningu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þeir verða á vöktum af og til út mánuðinn og fá einnig að kynnast starfi deildanna eftir því sem tími og aðstæður leyfa. Þetta er fyrsta heimsókn lögreglunemanna til Íslands en þeir eru mjög spenntir fyrir þeim verkefnum sem fram undan eru og líst einkar vel á land og þjóð. Það er Lögregluskóli ríkisins sem hafði veg og vanda að komu lögreglunemanna hingað en skólinn er í stöðugu og nánu samstarfi við aðrar lögreglumenntastofnanir á Norðurlöndum. Umrædd nemendaskipti eru hluti af þessu samstarfi.
Góðir gestir í heimsókn – Mads, Gustav, Anders og Ville.