27 Maí 2004 12:00

Í maí 2001 var samþykkt á Alþingi Íslendinga sú breyting á umferðarlögum, að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar væri óheimil við akstur. Samhliða var ákveðið að refsingar fyrir brot á þessari grein umferðarlaganna yrðu ekki teknar upp fyrr en ár væri liðið frá gildistöku laganna. Með gildistöku laganna voru Íslendingar að fylgja fordæmi ýmissa Evrópulanda, þ.m.t. Dana og Norðmanna, auk margra landa utan Evrópu.

Samband íslenskra tryggingafélaga lét við gildistöku laganna og í nokkur skipti síðan framkvæma könnun á notkun handfrjáls farsímabúnaðar meðal ökumanna. Helstu niðurstöður úr þessum könnunum eru:

Ø       Að notkun þeirra sem nota oft eða alltaf handfrjálsan búnað á farsíma við akstur hefur aukist úr um 22% við gildistöku laganna í rúm 36% í lok síðasta árs.
Ø       Að hlutfall þeirra sem aldrei nota handfrjálsan búnað á farsíma við akstur hefur fallið úr 72% í rúm 58% á umræddu tímabili.
Ø       Að algengustu ástæður þess að handfrjáls farsímabúnaður er ekki notaður við akstur eru þær að þriðjungur segist ekki tala í síma í bíl og um 12% nota ekki farsíma.
Ø       Athygli vekur að af þeim sem segjast sjaldan eða aldrei nota handfrjálsan búnað undir stýri sögðu 8% karla og 4% kvenna það vera vegna þess að þau telja búnaðinn hættulegan. Þá sögðu 28% karla og 19% kvenna það vera vegna þess að þau ættu ekki búnaðinn og 10% karla og 4% kvenna sögðu það vera vegna kæruleysis eða að þau nenntu ekki að nota búnaðinn.
Ø       Ekki er munur eftir aldri á þeim sem segjast sjaldan eða aldrei nota handfrjálsan búnað undir stýri vegna þess að þeir telja hann hættulegan. Hins vegar eru 18-29 ára líklegri en þeir sem eldri eru til að segjast ekki nota búnaðinn vegna þess að þeir eigi hann ekki, vegna kæruleysis eða þeir nenna ekki að nota hann.
 

Ø       Að notkun þeirra sem nota oft eða alltaf handfrjálsan búnað á farsíma við akstur hefur aukist úr um 22% við gildistöku laganna í rúm 36% í lok síðasta árs.

Ø       Að hlutfall þeirra sem aldrei nota handfrjálsan búnað á farsíma við akstur hefur fallið úr 72% í rúm 58% á umræddu tímabili.

Ø       Að algengustu ástæður þess að handfrjáls farsímabúnaður er ekki notaður við akstur eru þær að þriðjungur segist ekki tala í síma í bíl og um 12% nota ekki farsíma.

Ø       Athygli vekur að af þeim sem segjast sjaldan eða aldrei nota handfrjálsan búnað undir stýri sögðu 8% karla og 4% kvenna það vera vegna þess að þau telja búnaðinn hættulegan. Þá sögðu 28% karla og 19% kvenna það vera vegna þess að þau ættu ekki búnaðinn og 10% karla og 4% kvenna sögðu það vera vegna kæruleysis eða að þau nenntu ekki að nota búnaðinn.

Ø       Ekki er munur eftir aldri á þeim sem segjast sjaldan eða aldrei nota handfrjálsan búnað undir stýri vegna þess að þeir telja hann hættulegan. Hins vegar eru 18-29 ára líklegri en þeir sem eldri eru til að segjast ekki nota búnaðinn vegna þess að þeir eigi hann ekki, vegna kæruleysis eða þeir nenna ekki að nota hann.

Helstu niðurstöður þessara kannana eru þær að notkun handfrjáls farsímabúnaðar er að aukast meðal ökumanna, en ástæða er til að auka áróður og eftirlit enn frekar til að breyta viðhorfi ökumanna alfarið á þann veg að akstur krefst fullrar athygli og beggja handa. Öll truflun eins og farsími í annarri hendi er atriði sem ökumönnum ber að forðast.

Fjöldi brota.

Frá því byrjað var að sekta fyrir notkun á farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar hefur fjöldi brota sem kemur til kasta lögreglu vaxið verulega. Þannig voru að meðaltali 15 kærur á mánuði síðustu mánuði ársins 2001, þegar hafist var handa um að sekta fyrir þessi brot. Þær voru að meðaltali 18 á mánuði árið 2002, 62 árið 2003 og eru orðnar 75 að meðaltali fyrstu mánuði yfirstandandi árs.

Karlmenn voru 86% þeirra ökumanna sem kærðir voru fyrir að nota farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar árið 2001, en hlutfall þeirra er nú um 75%. Kærðum konum hefur því fjölgað að sama skapi. Í upphafi voru það mest ungir ökumenn, 20 ára og yngri sem voru kærðir, en aukningin hin seinni ár virðist mest í eldri aldurshópunum af báðum kynjum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Hlutfallsleg aldursskipting kærðra árin 2002 til apríl 2004.

 Samhliða könnun á notkun handfrjáls farsímabúnaðar meðal ökumanna var kannað hvort og hversu oft ökumenn skrifuðu SMS-skilaboð í akstri.

Niðurstöður þeirra kannana voru helstar þær að; 

Ø       13-18% aðspurðra segjast hafa skrifað SMS-skilaboð samhliða akstri, en um eða rúm 80% sögðust aldrei hafa gert slíkt.
Ø       af þeim sem sögðust hafa skrifað SMS-skilaboð voru um og yfir 20% sem sögðust gera slíkt mjög oft eða frekar oft.
Ø       karlar rita meira af slíkum skilaboðum og því yngri sem þeir eru, þeim mun oftar.
 

Ø       13-18% aðspurðra segjast hafa skrifað SMS-skilaboð samhliða akstri, en um eða rúm 80% sögðust aldrei hafa gert slíkt.

Ø       af þeim sem sögðust hafa skrifað SMS-skilaboð voru um og yfir 20% sem sögðust gera slíkt mjög oft eða frekar oft.

Ø       karlar rita meira af slíkum skilaboðum og því yngri sem þeir eru, þeim mun oftar.

Hér er um að ræða raunverlegt vandamál, sem taka verður á.  Stjórnun ökutækis er fullt starf sem halda þarf fullri einbeitingu við.  Öll truflun ökumanns, hvort heldur er við að halda á eða tala í símtæki, hvað þá að skrifa skilaboð á slíkt tæki samhliða akstri, er til þess fallin að auka hættu á slysum og óhöppum í umferðinni.

Ökum ætíð með fullri athygli og báðar hendur á stýri.

  

Ríkislögreglustjórinn

Samband íslenskra tryggingafélaga

Sjóvá-Almennar tryggingar hf.

Tryggingamiðstöðin hf.

Vátryggingafélag Íslands hf.

  

Allar frekari upplýsingar veita

Erna Sigfúsdóttir hjá Ríkislögreglustjóranum í síma 570 2500 og Jón Ólafsson hjá Sambandi íslenskra tryggingafélaga í síma 568 1612.

Erna Sigfúsdóttir hjá Ríkislögreglustjóranum í síma 570 2500 og Jón Ólafsson hjá Sambandi íslenskra tryggingafélaga í síma 568 1612.