Notkun nagladekkja – ekki sektað vegna veðurs

4 Maí 2018 11:32
Síðast uppfært: 4 Maí 2018 klukkan 11:32

Lögreglan á Vesturlandi mun að svo stöddu ekki sekta fyrir notkun nagladekkja vegna veðurs. Tilkynnt verður hér með nokkurra daga fyrirvara áður það hefst. Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með veðrinu og skipta yfir á sumardekk um leið og tækifæri gefst.