6 Nóvember 2008 12:00

Nú þegar svartasta skammdegið er að skella á þykir rétt að minna á mikilvægi endurskinsmerkja fyrir gangandi vegfarendur í umferðinni.  Foreldrar eru hvattir til að setja endurskinsmerki á fatnað barna sinna sem oftar en ekki eru dökkklædd á ferð. Þá er ekki síður mikilvægt að fullorðnir noti þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað sér einnig til verndar.