26 Apríl 2022 11:34

Í gær fór fram undirritun á samkomulagi um byggingu á nýrri Björgunarmiðstöð sem mun rísa milli Klepps og Holtagarða í Reykjavík.

Lóðin er 30 þúsund fermetrar og áætluð fermetraþörf á starfsemi byggingarinnar 26 þúsund fermetrar.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í efnahags- og fjármálaráðuneytinu og Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar undirrituðu samkomulagið í dag.

Fulltrúar þeirra viðbragðsaðila sem munu koma saman í húsinu voru viðstödd undirritunina. Björgunarmiðstöðin mun koma til með að hýsa starfsemi Landhelgisgæslunnar og Tollgæslunnar, Neyðarlínunnar, Landsbjargar, yfirstjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðins, embættis ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Undirbúningur hef þegar staðið yfir í um tvö ár.

Undirritun Björgunarmiðstöð 1

Fulltrúar þeirra viðbragðsaðila sem munu Björgunarmiðstöðin mun hýsa mættu á svæðið.

 

Yfirstjórn Ríkislögreglustjóra

Yfirstjórn embættis ríkislögreglustjóra.