17 Febrúar 2010 12:00

Lögreglan á Sauðárkróki hefur nú tekið í notkun sérstaka heimasíðu:  www.logreglansaudarkroki.is

Heimasíðan var opnuð formlega í dag kl. 15:00, og var völdum gestum boðið í kaffi á lögreglustöðinni af því tilefni. 

Á síðunni verður unnt að finna ýmsar upplýsingar um embættið; fréttir úr dagbók lögreglunnar;  ýmis eyðublöð; tilkynningar og margt fleira, auk þess sem þar er hægt að koma nafnlausum ábendingum á framfæri við lögreglu, svo dæmi sé tekið.