6 Janúar 2012 12:00

Ný lögreglustöð hefur verið opnuð á Grensásvegi 9 í Reykjavík en þaðan er sinnt verkefnum austan Snorrabrautar til vestan Elliðaáa. Á lögreglustöðinni eru bæði almennt svið (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið. Helstu stjórnendur eru Árni Vigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn, Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri og Haraldur Sigurðsson lögreglufulltrúi. Árni er jafnframt stöðvarstjóri. Netföng þeirra eru:  arni.vigfusson@lrh.is  gunnarh@lrh.is  haraldur.sigurdsson@lrh.is

Minnt er á að almennum fyrirspurnum og upplýsingum til lögreglu á þessu svæði er hægt að koma á framfæri í síma 444-1828 á skrifstofutíma. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber hinsvegar ávallt að hringja í 112.

Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri.