4 Júní 2009 12:00

Ríkislögreglustjóri ásamt lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Flugvallarstjóranum á Reykjavíkurflugvelli staðfestu í dag nýja neyðaráætlun vegna flugverndar fyrir Reykjavíkurflugvöll.  Áætlunin tók gildi við undirritun og frá sama tíma féll úr gildi Neyðaráætlun frá 2. mars 1988.

Markmið áætlunarinnar er að forða mann- og/eða eignartjóni og er hún unnin í samvinnu af embættunum sem fara jafnframt með ábyrgðarforræði vegna flugverndaraðgerða á Reykjavíkurflugvelli og staðfestir starfsskyldur þeirra við neyðaraðstæður.

Þessi áætlun er sú fyrsta af fjórum sem ríkislögreglustjóri hyggst gera á þessu ári, en einnig verða gerðar áætlanir vegna Keflavíkurflugvallar, Akureyrarflugvallar og Egilsstaðaflugvallar.