29 Mars 2004 12:00

Ný og glæsileg björgunarmiðstöð í Skógarhlíð 14 var vígð föstudaginn 26. mars að viðstöddu fjölmenni. Í björgunarmiðstöðinni starfa aðilar sem gegna lykilhlutverki í viðbúnaði landsmanna vegna hvers kyns slysa og náttúruhamfara, auk þess að sinna margvíslegu forvarnastarfi.

Í húsinu er m.a. almannavarnadeild ríkislögreglustjórans og fjarskiptamiðstöð lögreglu

Ríkislögreglustjórinn annast heildarskipulagningu almannavarna og sér um framkvæmd þeirra þátta sem falla undir ríkisvaldið að höfðu samráði við almannavarnaráð. Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans annast framkvæmd þeirra verkefna sem heyra undir ríkislögreglustjórann. Starfsmenn deildarinnar í Skógarhlíð eru fjórir.

Fjarskiptamiðstöð lögreglu (FML) heyrir undir ríkislögreglustjórann. Hún sinnir þjónustu og samræmingarhlutverki á starfssvæði sínu sem nær til sex lögreglustjóraembætta, ríkislögreglustjórans og lögregluskóla ríkisins. Í hlutverki FML felst meðal annars að forgangsraða og annast stýringu útkallshópa lögreglu. Starfsmenn FML eru 14.

Myndir frá vígslu björgunarmiðstöðvarinnar

Ljósmyndir: Júlíus Sigurjónsson

Ljósmyndir: Júlíus Sigurjónsson