10 Febrúar 2003 12:00

Samkvæmt ákvörðun ríkislögreglustjóra fór fram athugun og rannsókn á ýmsu sem snýr að þjónustu lögreglunnar, ofbeldi tengt fíkniefnum o.fl. Nýsköpunarsjóður námsmanna veitti styrk til rannsóknarinnar og til verksins var ráðinn Emil Einarsson, sem hefur BA próf í sálfræði. Emil lagði spurningalista fyrir þátttakendur sem féllust á að svara ítarlegum spurningum í júní til október 2002, þegar þeir mættu hjá lögreglu í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri.  Þátttakendur voru 93, þar af 47 með réttarstöðu grunaðs manns, 31 vitni og 15 kærendur, 40 í Reykjavík, 29 á Akureyri, 13 í Kópavogi og 11 í Hafnarfirði.  Verkefni þessu lauk í nóvember síðastliðinn og voru niðurstöður sendar Nýsköpunarsjóði og lögregluembættum sem lögðu þessu lið.  Emil hélt vinnu sinni áfram að ákveðnum atriðum og hefur nú skilað álitsgerð sem hann vann í félagi við dr. Jón Friðrik Sigursson, sálfræðing.

Alls höfðu 28,9% grunaðra verið beittir ofbeldi vegna fíkniefna og 11,1% vitna, en enginn kæranda. Þá sögðust 25% grunaðra og 7,1% vitna hafa beitt aðra ofbeldi vegna fíkniefna. Helstu ástæður sem gefnar voru fyrir því að verða fyrir ofbeldi voru peningaskuld, hefnd og tilviljun. Helstu ástæður fyrir því að beita ofbeldi voru að sama skapi þær að menn voru að rukka inn skuld, verja sig og hefna sín. Af þessu má sjá að helstu ástæður þess að verða fyrir og beita ofbeldi vegna fíkniefna eru þau viðskipti sem fara fram við sölu á fíkniefnum. Flestir annaðhvort skulda peninga fyrir fíkniefni eða þeir eru að rukka inn peninga sem aðrir skulda.  Um það bil 45% allra þátttakenda (grunaðra, kærenda og vitna) þekkti einhvern sem hafði orðið fyrir ofbeldi í tengslum við fíkniefni. Bendir þetta til þess að ofbeldi tengt fíkniefnum sé mjög algengt og að það tengist á einhvern hátt mjög mörgum.

Ríkislögreglustjóri hefur af þessu tilefni stofnað vinnuhóp undir forystu Gísla Pálssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóranum. Aðrir í hópnum eru Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn ávana- og fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík og Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra. Þeim er ætlað að gera nánari athugun á umfangi vandans og skila áætlun um  hvernig við skuli brugðið.

Ofbeldi tengt fíkniefnum

UmfjöllunÁ síðari hluta seinasta árs var gerð rannsókn á líðan og persónuleikaeinkennum grunaðra, kærenda og vitna sem komu til yfirheyrslu hjá lögreglu og viðhorfum þeirra til starfshátta lögreglu. Samhliða því var spurt út í ofbeldi tengt fíkniefnum. Úrtakið var hentugleikaúrtak sem byggðist á því hverjir samþykktu að taka þátt í rannsókninni eftir að hafa verið í yfirheyrslu hjá lögreglu.  Úrtakið samanstóð af 93 þátttakendum af lögreglustöðvunum í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri. Þátttakendur voru beðnir um að svara spurningalista á lögreglustöð með rannsóknarmann sér til aðstoðar. Listinn samanstóð af spurningum um  hegðun við yfirheyrslur og viðhorf gagnvart lögreglunni svo og átta sálfræðilegum prófum um líðan og persónuleikaeinkenni.

Grunaðir höfðu frekar beitt eða verið beittir ofbeldi vegna fíkniefna en vitni og kærendur.  Það kemur í sjálfum sér ekki á óvart þar sem grunaðir eru líklegri til þess að vera í meiri fíkniefnaneyslu en aðrir þátttakendur og þannig í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Helstu ástæður sem gefnar voru fyrir því að verða fyrir ofbeldi voru peningaskuld, hefnd og tilviljun. Helstu ástæður fyrir því að beita ofbeldi voru að sama skapi þær að menn voru að rukka inn skuld, verja sig og hefna sín. Af þessu má sjá að helstu ástæður þess að verða fyrir og beita ofbeldi vegna fíkniefna eru þau viðskipti sem fara fram við sölu á fíkniefnum. Flestir annaðhvort skulda peninga fyrir fíkniefni eða þeir eru að rukka inn peninga sem aðrir skulda.  Einnig er athyglisvert að algeng ástæða bæði fyrir því að beita ofbeldi og að verða fyrir því er hefnd. Virðist því sem  það sé viðurkennt í viðskiptum með fíkniefni að ofbeldi sé beitt ef ósætti kemur upp á milli fólks. Einnig var athyglisvert að mjög margir virtust þekkja einhvern sem hafði orðið fyrir ofbeldi vegna fíkniefna og var þar lítill munur á grunuðum, kærendum og vitnum. Um það bil 45% allra þátttakenda (grunaðra, kærenda og vitna) þekkti einhvern sem hafði orðið fyrir ofbeldi í tengslum við fíkniefni. Bendir þetta til þess að ofbeldi tengt fíkniefnum sé mjög algengt og að það tengist á einhvern hátt mjög mörgum.

Heimild: Ágrip tekið saman í  janúar 2003 fyrir embætti Ríkislögreglustjóra af dr. Jóni Friðrik Sigurðssyni, sálfræðingi,  og Emil Einarssyni, sem lokið hefur BA prófi í sálfræði.

Helstu niðurstöður Alls höfðu 13 (28,9%) af þeim grunuðu verið beittir ofbeldi vegna fíkniefna og þrír (11,1%) af þeim sem báru vitni en enginn af kærendum (sjá töflu 1). 

Tafla 1. Hefur þú verið beitt/ur ofbeldi vegna fíkniefna?

 

Grunaðir

Kærendur

Vitni
 

Fjöldi

%

Fjöldi

%

Fjöldi

%

13

28,9

0

0

3

11,1
Nei

32

71,1

15

100

24

88,9
Samtals

45

100

15

100

27

100

Grunaðir

Kærendur

Vitni

Fjöldi

%

Fjöldi

%

Fjöldi

%

13

28,9

3

11,1

Nei

32

71,1

15

100

24

88,9

Samtals

45

100

15

100

27

100

Helstu ástæður þess að grunaðir og vitni voru beitt ofbeldi vegna fíkniefna voru  peningaskuld, hefnd eða tilviljun (sjá töflu 2).

Tafla 2. Ástæður sem grunaðir og vitni gáfu upp fyrir því að verða fyrir ofbeldi vegna fíkniefna

Ástæður

fjöldi

Skuldaði pening

4

Vegna sölu á fíkniefnum

1

Vegna hefndar

4

Sá sem réðst á mig vissi ekki hvað hann gerði

3

Vegna tilviljunar

4

Veit ekki

1

Annað

3

Samtals

20

Athuga ber að sumir gefa fleiri en eina ástæðu og því ber ekki saman fjölda einstaklinga og fjölda ástæðna.

Af þeim sem höfðu beitt ofbeldi vegna fíkniefna voru grunaðir alls 11 og vitni tvö en enginn af kærendum hafði beitt ofbeldi vegna fíkniefna (sjá töflu 3).  Alls höfðu 11 af þeim 13 sem höfðu beitt ofbeldi vegna fíkniefna verið grunaðir um afbrot einhvern tímann áður en þeir komu á lögreglustöðina í þetta skipti.  Fimm af þeim sem höfðu beitt ofbeldi vegna fíkniefna sögðust sjálfir neyta fíkniefna mánaðarlega eða oftar, sex sögðust neyta fíkniefna sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei og tveir sögðust hvorki neyta áfengis né fíkniefna. 

Tafla 3. Hefur þú beitt ofbeldi vegna fíkniefna?

 

Grunaðir

Kærendur

Vitni
 

Fjöldi

%

Fjöldi

%

Fjöldi

%

11

25

0

0

2

7,1
Nei

33

75

15

100

26

92,9
Samtals

44

100

15

100

28

100

Grunaðir

Kærendur

Vitni

Fjöldi

%

Fjöldi

%

Fjöldi

%

11

25

2

7,1

Nei

33

75

15

100

26

92,9

Samtals

44

100

15

100

28

100

Helstu ástæður sem gefnar voru upp fyrir því að beita ofbeldi vegna fíkniefna voru þær að menn voru að verja sig eða að rukka inn skuld en einnig var hefnd algeng ástæða (sjá töflu 4).

Tafla 4. Ástæður fyrir því að beita ofbeldi vegna fíkniefna

Ástæður

fjöldi

Vantaði peninga

2

Var að verja mig

7

Langaði að slást

2

Var að hefna mín

5

Var undir áhrifum og vissi ekki hvað ég gerði

4

Var að rukka skuld

8

Annað

1

Samtals

29

Tafla 5 sýnir að þegar spurt var um hvort þátttakandi þekkti einhvern sem hefði orðið fyrir ofbeldi vegna fíkniefna sögðust 43,2% grunaðra þekkja einhvern, 46,7% kærenda og 46,4% vitna (sjá töflu 5).

Tafla 5. Þekkir þú einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi vegna fíkniefna?

Grunaðir

Kærendur

Vitni

Fjöldi

%

Fjöldi

%

Fjöldi

%

19

43,2

7

46,7

13

46,4

Nei

25

56,8

8

53,3

15

53,6

Samtals

44

100

15

100

28

100

Vegna þess hversu lítill sá hópur er sem hefur beitt ofbeldi vegna fíkniefna er ekki skynsamlegt að reikna marktækan mun á persónuleikaeinkennum þess hóps og annarra.  Samt sem áður gefur það ákveðnar vísbendingar að skoða þennan mun.  Þeir sem hafa beitt ofbeldi vegna fíkniefna virðist líða mun verr heldur en hinum þátttakendunum, þeir virðast vera þunglyndari, sýna meira vonleysi og hafa frekar sjálfsvígshugsanir heldur en þeir sem hafa ekki beitt ofbeldi vegna fíkniefna.  Einnig virðast þeir vera minna félagsmótaðir, hafa minna sjálfsálit og vera harðlyndari og sýna þannig frekar andfélagsleg persónuleikaeinkenni.