Ný umdæmaskipan
30 Desember 2014 11:41
Ný umdæmaskipan

Ný umdæmaskipan

Breyting á lögreglulögum tekur gildi á miðnætti um áramótin og hefur í för með sér miklar breytingar á umdæmaskipan lögreglu, og þeim verður þar með fækkað úr 15 í 9. Engar breytingar verða á umdæmum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Einu breytingarnar á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum verða þær að aðskilnaður verður milli lögreglu og sýslumanns en umdæmin að öðru leyti óbreytt. Önnur umdæmi verða sameinuð undir stjórn lögreglustjóra í hverjum landshluta. Sambærilegar breytingar verða gerðar á umdæmum sýslumanna.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig umdæmi lögreglu og sýslumanna skiptast eftir landshlutum og hvar starfstöðvar verða. Starfstöðvar sýslumanna eru táknaðar með bláum hring en starfstöðvar lögreglu með svörtum. Stærri hringir með bókstafnum L tákna aðalstöðvar lögreglu en stærri hringir með bókstafnum S tákna aðalstöðvar sýslumanna.

Breytingar verða á símanúmerum lögreglu sem hér segir:

Lögreglumdæmi með ný símanúmer Aðalnúmer
Lögreglustjórinn á Austurlandi 444-0600
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra 444-2800
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra 444-0700
Lögreglustjórinn á Suðurlandi 444-2000
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum 444-2200
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum 444-0400
Lögreglustjórinn á Vesturlandi 444-0300
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum 444-2090

Engar breytingar verða gerðar á símanúmerum Ríkislögreglustjórans og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.