23 Maí 2007 12:00

Thelma Cl. Þórðardóttir, lögfræðingur, hefur verið ráðin til embættis ríkislögreglustjóra.

Thelma stundaði B.a. nám í lögfræði við Université de René Descartes, Paris V, í Frakklandi árin 2002-2005 og meistaranám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík 2005-2007. Á námsárum og samhliða námi starfaði Thelma við sumarafleysingar í Lögreglunni á Keflavíkurflugvelli og sem fulltrúi í alþjóðadeild ríkislögreglustjóra.

Grímur Grímsson hefur verið skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn við embætti ríkislögreglustjóra. Grímur hefur starfað sem lögreglumaður frá árinu 1987, hjá lögreglunni í Reykjavík, lögreglunni á Ísafirði og við embætti ríkislögreglustjóra. Grímur hefur lokið námi frá endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu og stjórnun, viðskiptafræðiprófi frá Háskólanum í Reykjavík og meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun frá sama skóla.

Þau eru bæði boðin velkomin til starfa.