27 Október 2003 12:00

Ríkislögreglustjórinn hefur fengið tvær nýjar slóðir til þess að auðvelda aðgang að heimasíðu embættisins. Vefslóðin sem embættið hefur notað til þessa er www.rls.is en við bætast www.rikislogreglustjorinn.is og www.rikislogreglustjori.is. Á vef embættisins er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um embættið, fréttir, ársskýrslur, afbrotatölfræði og fleira. Þá er slóðin á lögregluvefinn enn sú sama eða www.logreglan.is en þar er hægt að nálgast ýmsar nytsamlegar upplýsingar um lögregluna í landinu.