3 Desember 2004 12:00
Eins og fram kemur í frétt Lögregluskólans frá 1. október s.l. voru 20 nemendur valdir til náms við grunndeild skólans námsárið 2005.
Í ljósi breyttra aðstæðna, m.a. vegna fyrirsjáanlegrar vöntunar á menntuðum lögreglumönnum til starfa um næstu áramót, tók Ríkislögreglustjórinn, í samráði við Lögregluskólann, þá ákvörðun að fjölga nýnemum um 12.
Í kjölfar þessarar ákvörðunar hefur valnefnd Lögregluskólans valið 12 nýnema til viðbótar úr hópi umsækjenda og hefur þeim öllum verið tilkynnt niðurstaðan.
Það verða því 32 nemendur sem hefja munu nám við Lögregluskólann þann 5. janúar 2005.
Þess má geta að föstudaginn 17. desember n.k. mun Lögregluskólinn brautskrá 35 nemendur sem nú stunda nám í grunndeild skólans