4 Desember 2006 12:00

Eins og kunnugt er hefur Sigríður starfað hjá embætti ríkislögreglustjóra frá 1. september sl. við verkefni sem lúta meðal annars að nýskipan lögreglumála, gerð árangursstjórnunarsamnings milli dómsmálaráðuneytis og embættis ríkislögreglustjóra og stofnsetningu greiningardeildar embættisins.

Sigríður, sem fædd er 1969, lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1993, starfaði hjá ríkisskattstjóra frá 1993 til 1995 og lagði stund á framhaldsnám í lögfræði við Kaupmannahafnarháskóla frá 1995 til 1996. Sigríður fékk námsleyfi árið 2000 og lauk meistaranámi í Evrópurétti frá háskólanum í Lundi 2002. Hún lauk stjórnunarnámi frá Lögregluskóla ríkisins 2004 og stundaði nám á vegum CEPOL um lögreglusamvinnu í Evrópu frá 2004 til 2005.

Sigríður var skipuð skattstjóri Vestfjarðaumdæmis árið 1996. Árið 2002 var hún skipuð sýslumaður á Ísafirði.

Sigríður er gift séra Skúla S. Ólafssyni og eiga þau hjón tvö börn, Ebbu Margréti fædda 1991 og Ólaf Þorstein fæddan 1999.