30 Júní 2014 12:00

Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur tekið í notkun nýjan bát að gerðinni Humber frá Bretlandi.  Báturinn var fluttur inn af GG Sjósport sem mun þjónusta hann fyrir sérsveitina. Nýji báturinn leysir af hólmi 12 ára gamlan bát sveitarinnar. 

Báturinn mun nýtast vel í lögregluverkefni á landsvísu og köfurum sérsveitarinnar vel við æfingar og köfunarverkefni sem upp koma.

Humber báturinn er harðbotna slöngubátur og því með mun betri sjóhæfni en sá eldri.  Hann er vel búinn tækjum og farnar verða eftirlitsferðir á honum í sumar út frá Reykjavíkurhöfn.

Á myndinni má sjá ríkislögreglustjóra ásamt yfirmönnum sérsveitar í nýja bátnum.