18 Júní 2012 12:00

Ríkislögreglustjóri hefur skipað Katrínu Salimu Dögg Ólafsdóttur, verkefnastjóra í mannauðs- og tölfræðideild ríkislögreglustjóra, sem jafnréttisfulltrúa lögreglunnar til næstu þriggja ára. Jafnréttisfulltrúi lögreglunnar starfar á landsvísu og fer með umsjón jafnréttismála. Ríkislögreglustjóri hefur gefið út jafnréttisáætlun fyrir lögregluna, stefnu og framkvæmdaáætlun, til þriggja ára, sem tók gildi 12. júní 2012.

Jafnréttisáætlun lögreglunnar má finna hér.