25 Maí 2007 12:00

Sólberg S. Bjarnason hefur verið settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra til að starfa á stjórnsýslusviði embættisins.

Sólberg hefur lengst af starfað sem rannsóknarlögreglumaður við embætti lögreglustjórans í Reykjavík og seinna lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Hann lauk námi frá Lögregluskóla ríkisins 1994 og stjórnunarnámi með diplómaprófi fyrir stjórnendur í lögreglu 2006. Sólberg hefur sótt ýmis endurmenntunar- og sérnámskeið á sviði löggæslumála, um skipulag og stjórnun, fíkniefna- og tæknirannsókn brota og fleira.

Sólberg S. Bjarnason er boðinn velkominn til starfa.