2 Janúar 2015 16:53

Nýr vefur lögreglunnar hefur verið opnaður.  Vefslóðin verður þó áfram óbreytt þ.e. logreglan.is.

Margir hafa komið að gerð þessa nýja vefjar, starfsmenn ríkislögreglustjóra, lögregluumdæma, Lögregluskóla ríkisins og verktakar.

Þjónusta er eitt af meginhlutverkum lögreglunnar og er markmið með nýjum vef að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við almenning.

Samhliða nýjum vef mun lögreglan halda áfram að nýta aðra samfélagsmiðla til að dreifa upplýsingum og til samskipta við almenning.

Nýr vefur endurspeglar breytingar hjá lögreglunni því nú um áramótin fækkar umdæmum hennar úr 15 í 9.

Áfram verður unnið að því að bæta vefinn á næstu mánuðum. Til að vefsvæðið mæti þörfum almennings hvetjum við notendur til að senda okkur ábendingar um það sem vantar eða betur mætti fara á netfangið nyrvefur@logreglan.is

Ríkislögreglustjórinn