1 Nóvember 2012 12:00
Í gær urðu ákveðin tímamót hjá lögreglunni á Vestfjörðum þegar Önundur Jónsson lét af störfum yfirlögregluþjóns fyrir aldurs sakir en Önundur var skipaður yfirlögregluþjónn á Ísafirði árið 1993. Önundur var farsæll í starfi og sýndu samstarfsmenn honum tilhlýðilega virðingu á kveðjustund. Við starfi hans tekur Hlynur Hafberg Snorrason sem um árabil hefur veitt rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum forstöðu.
Önundur Jónsson, fráfarandi yfirlögregluþjónn. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn.