1 Nóvember 2012 12:00

Thelma Cl. Þórðardóttir, lögfræðingur, tekur við stjórnsýslusviði embættis ríkislögreglustjóra frá og með deginum í dag. Thelma hefur verið staðgengill Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, en Guðmundur hefur látið af störfum vegna aldurs, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá embættinu í gær. Thelma hefur starfað hjá embættinu frá árinu 2004, sem lögfræðingur og síðar yfirlögfræðingur frá árinu 2007.

Undir stjórnsýslusvið falla lögfræðideild, mannauðs- og tölfræðideild, stoðdeild og peningaþvættisskrifstofa.

Thelma lauk B.A. námi í lögfræði frá Université de René Descartes, Paris V, í Frakklandi og meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Á námsárum og samhliða námi starfaði Thelma við sumarafleysingar í Lögreglunni á Keflavíkurflugvelli og sem fulltrúi í alþjóðadeild ríkislögreglustjóra.