23 Júní 2011 12:00

Ábending hefur borist til lögreglunnar á Hvolsvelli

í dag 23. júní 2011 vegna hættu við Gígjökul.

Menn sem nýlega voru þarna á ferð tóku eftir  að  myndast hefur lítið lón við jökulsporðinn. Nú er talsverð umferð þarna og hvetjum við menn sem fara þarna upp að jökli að fara mjög varlega.  Þetta á reyndar við um allt Lónstæðið gamla. Þetta er meira og minna ís huldur þunnu malarlagi.  Ef menn fara fram á bakka „nýja lónsins“ og falla í vatnið þá er glæra ís neðan við vatnsborðið.  Litlar líkur er á því að maður nái að krafla sig upp úr slíku nema vopnaður broddum og ísöxi.  Menn eru venjulega ekki vopnaðir slíku. Vatnið er venjulega mjög kalt á svona stöðum. Þetta er því dauðans alvara.   Að hafa langan spotta eða línu er það sem helst er til bjargar ef illa fer. Best er þó að koma sér ekki í vandræði.

Lögreglan á Hvolsvelli hvetur því fólk að fara að með öllu með gát.

Einnig ítrekar lögreglan að utavegaakstur er með öllu óheimill.