6 Júní 2019 08:02

Fagráð ríkislögreglustjóra er komið með nýtt netfang (fagrad@fagradlogreglu.is). Nú er netfang ráðsins hýst af vefþjóni utan embætta lögreglunnar.

 

Auk þess er fagráðið komið með vefsíðuna: fagradlogreglu.is. Á vefsíðunni má nálgast allar upplýsingar um ráðið, en starfsfólk lögreglu er eindregið hvatt til að kynna sér síðuna.

 

Fagráð ríkislögreglustjóra er ráð óháðra fagaðila sem tekur á móti fyrirspurnum og tilkynningum þolenda og öðru starfsfólki lögreglu um mál er varða beina og óbeina mismunun, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar. Allt starfsfólk lögreglu á rétt á að fá aðstoð og leiðsögn hjá fagráðinu. Fagráðið aðstoðar við að meta aðstæður og ákveða frekari aðgerðir, en á því stigi gætir ráðið trúnaðar gagnvart tilkynnanda.