4 September 2007 12:00

Í kjölfar fréttaumfjöllunar síðustu daga um ofbeldi gegn lögreglumönnum hefur stjórnsýslusvið ríkislögreglustjórans tekið saman tölfræðiupplýsingar um brot gegn 106. grein almennra hegningarlaga á árunum 2000 til 2006 og það sem af er árinu 2007. Einnig er sýnd þróun brota þar sem fyrirmælum lögreglu var ekki hlýtt og lögreglumönnum tálmað að gegna starfi sínu.

Sjá samantekt hér.

Athygli er vakin á nýlegu riti embættis ríkislögreglustjóra: Ofbeldi gegn lögreglumönnum: Rannsókn á reynslu lögreglumanna og tilkynntum brotum (2006). Það má nálgast á rafrænu formi hér.