29 Október 2007 12:00

Helgin var róleg hjá lögreglumönnum embættisins. Þó var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur á þjóðvegi 1 á Jökuldal aðfararnótt laugardagsins. Var hann mældur á 186 km. hraða. Er þetta mesti hraði ökutækis, sem mældur hefur verið hér hjá embættinu. Sá mesti fram að því var 159 km. hraði ökutækis fyrir nokkrum árum. Ökumaður var í framhaldinu sviptur í þjrá mánuði. Þá var annar ökumaður tekinn fyrir ölvun við akstur á sunnudagskvöld.