18 Ágúst 2015 09:02

Lögreglumenn á Selfossi stöðvuðu ökumann á 162ja km hraða á Suðurlandsvegi austan við Þingborg í Flóa um níuleytið í gærkvöldi.  Þar var á ferð franskur ferðamaður á vesturleið.  Á þessum vegarkafla er vegurinn bugðóttur og útsýn takmörkuð fram á veginn.  Ökumaður var færður á lögreglustöðína á Selfossi þar sem fulltrúi lögreglustjóra gerði ökumanni að greiða 105 þúsund króna sekt og svipti hann ökuleyfi í tvo mánuði.