14 Ágúst 2020 20:17

Klukkan 17:47 í dag barst tilkynning til lögreglu og sjúkraliðs vegna tveggja stúlkna 11 og 12 ára sem lent höfðu í vandræðum í ánni. Stúlkurnar, ásamt fjölda annarra, höfðu verið að stökkva í ána eins og tíðkast hefur á góðviðrisdögum. Stúlkunar bárust með straumi árinnar niður að flúð sem er neðar í ánni, þar lentu þær í sjálfheldu og þurftu foreldrar þeirra, ásamt nokkrum þeirra sem viðstaddir voru, að bjarga þeim upp úr ánni. Stúlkurnar sluppu með skrekkinn og fóru heim til sín eftir skoðun hjá lækni.

Lögreglan vill koma á framfæri ábendingu þess efnis að áin getur verið varasöm og sterkur straumur í henni sem fólk  getur lent í vandræðum vegna. Mikið afrennsli er úr fjöllum á Austurlandi vegna hlýinda undanfarið og því áin vatnsmikil um þessar mundir.

Ef einhver sem var vitni af atvikinu telur sig þurf á áfallahjálp að halda er honum bent á að hafa samband  við næstu heilsugæslustöð.

Höfum gaman en förum varlega.