22 Október 2013 12:00

Hálka er farin að gera vart við sig á götum höfuðborgarsvæðisins. Lögreglan hvetur því ökumenn til að gæta að ökuhraða og bili milli bíla. Það á sérstaklega við í þéttri morgun- og síðdegisumferð. 

Samkvæmt tölum Samgöngustofu slösuðust 85 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu í fyrra vegna aftanákeyrslna. Orsakir þeirra má í langflestum tilvikum rekja til of stutts bils milli bíla miðað við ökuhraða og aðstæður. Hér er því um að ræða umferðaróhöpp/árekstra sem má rekja til gáleysis ökumanna.

  

Gerum betur, ökum hægar og gætum að bili milli bíla.