15 Febrúar 2016 11:49

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem höfðu sitthvað á samviskunni. Einn þeirra var grunaður um fíkniefnaakstur, sviptur ökuréttindum og bifreiðin var á stolnum númerum.  Í bifreið viðkomandi fundust nokkrir pokar með meintum fíkniefnum og viðurkenndi farþegi í henni að eiga efnin.

Annar ökumaður sem staðinn var að hraðakstri á Grindavíkurvegi reyndist vera próflaus. Þá voru fáeinir til viðbótar staðnir að fíkniefna- og ölvunarakstri. Loks óku nokkrir bifreiðum sem voru ótryggðar eða óskoðaðar og voru skráningarnúmer fjarlægð af þeim.