21 September 2012 12:00

Lögreglan á Suðurnesjum mældi aksturshraða á Reykjanesbraut og í Grindavík og á Grindavíkurvegi í gær og í fyrradag. Er skemmst frá því að segja að umferðarhraði var til fyrirmyndar og sýndu allir þeir fjölmörgu ökumenn, sem óku á þessum leiðum, fyllstu tillitssemi í hvívetna. Lögreglan mun halda áfram reglulegum hraðamælingum víðs vegar í umdæminu.