7 Janúar 2013 12:00

Tveir ökumenn voru handteknir í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Báðir viðurkenndu þeir að hafa neytt kannabisefna. Annar mannanna, rúmlega tvítugur að aldri,  hafði að auki verið sviptur ökuréttindum. Mennirnir voru látnir lausir að afloknum sýna- og skýrslutökum.

Númer klippt af átta bifreiðum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum klippt númer af átta bifreiðum. Fimm þeirra höfðu ekki verið færðar til aðalskoðunar á tilsettum tíma og þrjár til viðbótar voru bæði óskoðaðar og ótryggðar. Þá hafði lögregla afskipti af ökumanni sem ók með filmur í fremri hliðarrúðum bifreiðar sinnar. Ökuréttindi hans voru að auki útrunnin. Annar ökumaður ók einnig án þess að hafa endurnýjað ökuréttindi sín.