13 Október 2008 12:00

Laust eftir klukkan 12:00 fór Olíuflutningabifreið útaf veginum í norðan verðum Hólmahálsi á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar.  Minniháttarslys urðu á ökumanni.

Bifreiðin var að flytja svartolíu og talið er að um það bil 5000 ltr. hafi runnið frá tanki bifreiðarinnar, en fljótlega tókst að stöðva lekann.  Slökkvilið Fjarðabyggðar vinnur að mengunarvörnum.

Eins og staðan er núna er ekki talin hætta á mengun sjávar en fylgst verður náið með því.

Lögreglan er með lokaðan vettvang þar til að búið er að koma bifreiðinni upp á veginn aftur.  Til þess eru notaðar stórvirkar vinnuvélar og því ekkert svigrúm til að hleypa umferð í gegn eins og er.  Um leið og vegurinn opnast aftur verður skilaboðum komið til fjölmiðla.