11 Október 2012 12:00

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú þjófnað og eignaspjöll í hesthúsi í umdæminu. Landsbankinn eignaðist umrætt hesthús á nauðungaruppboði í vor. Nokkru síðar bárust þær upplýsingar til bankans að allt hefði verið hreinsað innan úr því og reyndist það rétt vera þegar eftirlitsmaður með eignum hans  kannaði málið.  Tiltækið var kært til lögreglu í lok síðasta mánaðar. Sá eða þeir sem voru að verki í hesthúsinu eiga yfir höfði sér kæru og skaðabótakröfu.

Bílvelta við Kleifarvatn

Bílvelta varð við Kleifarvatn í vikunni. Karlmaður á fimmtugsaldri ók út af veginum við vatnið með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði í stórgrýti og skemmdist mikið að framan. Ökumaður var einn í bifreiðinni og sakaði hann ekki. Bifreiðin var óökuhæf eftir óhappið og var fengin dráttarbifreið til að fjarlægja hana.